Dave

þriðjudagur, desember 7

Lördom dregið af orðinu boredom.

Já ég er nákvæmlega þessa stundina að læra undir próf sem að byrja á föstudaginn. Alveg óhugnalega leiðinlegt. En bara elevendays to go og þá er þetta búið.

Annars er svakalega mikið að frétta af mér þessa dagana. Prófin að byrja, ég atvinnulaus og kærustulaus(vá þvílík frétt.. *kaldhæðn*) já og peningalaus.. Mikið lauslæti í gangi hjá mér semsagt aldrei þessu vant. En framundan eru betri tímar og blóm í haga. Fór til dæmis á mitt fyrsta deit um daginn samkvæmt nýrri skilgreiningu sem ég var að heyra.. En reyndar samkvæmt henni þá hef ég farið á allmörg deit í gegnum tíðina þannig að það er kannski ekki svo merkilegt. Fyrsta bloggið mitt í marga daga og ár er semsagt þetta fína þunglyndisblogg.. Vá hvað ég hlýt að eiga ánægða lesendur.. :)

Þegar maður er að læra undir próf þá þarf maður náttulega alltaf að fara að gera allt annað í heiminum.. Einsog að blogga og taka til og leggja sig og sona.. Þannig að ekki láta ykkur bregpa þó að það komi svona 800 færslur hérna inn á næstu 11 dögum og svo ekkert fyrr en bara árið 2005.. En bresk menningarsaga bíður mín og ekki vil ég missa af því..
Tjhjáá.
D.

Mr.D 01:55

föstudagur, nóvember 19

Föstudagsblogg Dauðans.

Fyirir ykkur tvö sem kíkjið hérna inn af og til ákvað ég að henda upp smá gríni til að stytta ykkur stundir fram að næstu færslu.. Sem ætti að koma um og í kringum jólin.

Tekið af einhverri Arsenal síðunni:

These are true words, spoken in US courts, written down by court reporters, and later published.

An example :

Q: Doctor, before you performed the autopsy, did you check for a pulse?

A: No.

Q: Did you check for blood pressure?

A: No.

Q: Did you check for breathing?

A: No.

Q: So, then it is possible that the patient was alive when you began the autopsy?

A: No.

Q: How can you be so sure, Doctor?

A: Because his brain was sitting on my desk in a jar.

Q: But the patient could still have been alive, nevertheless?

A: Yes, it is possible that he could have been alive and practising law somewhere.

Kv.Dauðinn.

Mr.D 17:30

mánudagur, nóvember 1

Það er rigning og myrkur.. Eða allavega að dimma talsvert hratt..

Góð helgi.. Byrjaði í brjáluðu skóla halloween partý og endaði í bíó á Alien Vs. Predator.

En þá er það frá. Það er útséð að næsta alvöru djamm verður í Vestmannaeyjum eftir 19 daga.. Þá verður sálin að spila í höllinni þar og ég, Skari, Leifur og Bobby ætlum náttulega að skella okkur.. Allt þessaru elsku að þakka.. sem er náttulega besta vinkonan mín í öllum heiminum ;) Btw þá er hún á lausu.. Heldur reyndar með united en að öðru leyti ógeðveik.

Skráði mig hérna inn áðan,, veit ekki af hverju en ég er so mikill sökker fyrir sona internet samfélögum.. einhver söknuður úr DAOC..(þeir sem skilja vita, fyrir ykkur hin þá er þetta töff tölvusamfélag fult af fallegu og skemmtilegu fólki... í alvöru) Skráðu þig þarna inn og addaðu mér sem böddí.. Svo fáum við engin skilaboð og loggum okkur aldrei aftur þarna inn.. ;)

Hvað er málið með bensínbarónananana? Setja þessa menn í fangelsi bara.. ef ég væri ekki sona upptekinn (af sálfum mér aðalega) þá myndi ég fara í skaðabótamál við ESSO, Olís og Shell.. Skulda mér hilljónir.

Mæli svo með sannsögulegu stórmyndinni Alien versus Predator. Til dæmis voru hvalaveiðistöðvar þarna árið 1904..
"Antarctic whaling began on a large scale in 1904 with the building of a whale processing station at Grytviken, South Georgia" .... Þannig að Davíð kaldhæðni Mr. Know-it-all Örn Svavarsson The second tekur ofan fyrir þeim sem sömdu handritið.
D.

Mr.D 16:42

föstudagur, október 29

Loksins alvöru flöskudagur..

Já og það sem ég meina með þessu er náttulega að ég þarf ekkert að læra né vinna um helgina.. Þannig að ég get farið út bæði kvöldin alveg skjóðufullur without a samviskubit in the world. Í kvöld er eitthvað svakalegt Halloween partý hjá enskudeildinni og ég Leifur og Mr. Bear ætlum að sjálfsögðu að skella okkur. Það verður byrjað snemma og endað seint.. eða snemma ef þú skoðar það frá augum laugardagsins. Ætla að setja smá verkefni á mig og Leifinn sem inniheldur orðið date og orðið stelpa... við erum strax byrjaðir að svitna en ég segi ykkur niðustöðuna ef einhver verður næst þegar ég blóka.
Á morgunn er svo stefnan sett á players tilað horfa á Arsenal - Southampton. Býst við yfirburðasigri minna manna en hvað veit ég.. Bjóst líka við sigri síðustu helgi :)

Ég vildi óska að manni gæti alltaf liðið jafn vel og á eftir æfingu á föstudegi.. Ef það væri svo þá myndi ég vera hamingjusamasti maður í alheimi.. Mental note: Æfing daglega.

Hmmm, já alveg rétt..nei núna man ég það ekki.. Já jú.. hvað ætlar fólk að gera annað kvöld?? Hvar verður djammað og eða ekki djammað? Látið mig vita því að ég er game. Nema náttulega í gamla góða svitatjaldið með bara strákum... maður prófar það nú bara einu sinni.

Já og þið bókaelskendur þarna úti(sennilega enginn nema kannski einn) .. Er að lesa snilldarbók frá Bjössinu sem kallast Aztek og er eftir Gary Jennings. Mest brútal bók sem ég hef lesið og snertir á ýmsum soramálum Azteka til forna. Mjög góð en soldið disturbing.

Fékk niðustöðuna úr prófinu sem ég var tæpa viku að læra undir.. 8.3.. Mjög ánægður.
Hmm,, ekki fleira í bili nema að vonandi hitti ég ykkur öll í kvöld hérna, hérna eða hérna.
D.

Mr.D 15:47

mánudagur, október 25

Fólkið mitt og fleiri dýr..

Var brillíant bók.. en ætla nú ekki að tala um það.

Fór í fyrsta prófið mitt áðan á háskólastigi og gjörsamlega flengdi það. Greinilega margborgaði sig að byrja að lesa LJÓÐ á þriðjudaginn... Mér væri sama þó að ég þyrfti aldrei aftur að lesa breskan Rómantískan kveðskap frá 18. öld..

Hef annars lítið að segja ykkur þar sem ég er búinn að vera heima hjá mér að læra mestmegnis síðustu daga.. Fór reyndar aðeins út síðasta föstudagskvöld í smá vísindaferðarfíling.. Mjög skemmtilegt og sérstaklega útaf því að ég og Leifur settum upp smá leiksýningu fyrir auðtrúa fólk. Hann þóttist vera heyrnalaus og ég og hann töluðum fullt saman á fylleríis táknmáli. Fengum gríðargóðar viðtökur ;) Næst ætlar hann að þykjast vera blindur.. Fyndið hvað manni dettur í hug að gera þegar höstlið gamla góða er að klikka.. :þ

Næsta helgi verður vonandi betri en þessi sérstaklega þar sem Arsenal menn þurfa ekki að spila við aumingjana og svindlarana í Manure aftur. Að Reyes vinur minn sé ekki á sjúkrahúsi er með ólíkindum og það á líklega að setja Hestfés Nistleroy í bann útaf stórhættulegu broti á Ashley Cole.. Skota fíflið Ferguson hefði betur átt að væla aðeins meira útaf framkomu Arsenal manna í fyrra.. Þeir voru þó ekki gagngert að meiða menn.. Sýnir bara klárlega hvort liðið hefur uppá meiri hæfileika að bjóða.. Vona bara að Portsmouth vinni þessa aumingja næstu helgi. Gaman samt að sjá að Shrek(Rúní) er að falla vel inní liðið.. Strax byrjaður að láta sig detta og rífa kjaft. En var það það eina sem hann gat gert í leiknum.. Stórstjarna í fæðingu greinilega.

Núna þarf ég bara að klára eina ritgerð fyrir miðnætti í kvöld og gera drög að annari á morgunn. Nóg að gera framundan..

Vildi svo bara benda fólki á það að öllum commentum um að ég sé bitur eftir leikinn verður eytt, viðkomandi úthýtt á síðunni og ekki boðið í afmælið mitt.
D.

Mr.D 16:48

laugardagur, október 16

BÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ

Suð í eyrum, 4 lítra vökvatap, hausverkur og gegnblautur.. Ekta alvöru tónleikar.
D.

Mr.D 01:26

föstudagur, október 15

Smack my bitch up...

Já það er rétt, Davíð Hnakki Selfossson er að fara á Prodigy í kvöld. Það verður hlýrinn og nikeskórnir og svo dansað af sér svona 0,7% fitu. Ekkert áfengi að sjálfsögðu, er að fara að þjálfa og æfa á morgunn þannig að ég verð að vera ferskur. Gæti nú samt alveg kíkt edrú niðrí bæ.. Hefur soldið blundað í mér að gera það oftar.(oftar en aldrei þá?)

Er annars í ótrúlega góðu hamingjuskapi.. Kannski er það föstudagurinn, æfingin sem ég var á áðan eða öll hollustan... Sennilega allt samanlagt.. Er líka að hlusta á fallega tónlist með Bjögga og Eyfa á disknum hans Eyfa, það kemur mér alltaf í gírinn.
Annars verður tekið á því old-Selfoss-style annað kvöld. Óskarinn á smáafmæli(23 ára guttinn) og ætlar að halda uppá það í miðbæjarhöllinni. Þannig að ég verð alveg pottþétt sjónskekkjufullur á Vegamótum annað kvöld.. Hlakka mikið til.

Fór í kvikmyndahús í gær með honum Stefáni Karl-vini mínum. Fórum á Blint sker-Söguna um Ásbjörn Mortens. Ég er ekki bara Jessicu Simpson fan heldur líka mikill Bubbakall.. Myndin fær 3 stjörnur af 4 mögulegum. Frábær tónlist að sjálfsögðu og maðurinn er frábær sögumaður, maður.. Hefur líka haft ótrúleg áhrif á Ísland nútímans í öllum mögulegum myndum. Mæli með þessari vel gerðu mynd fyrir hvern sem er.. Alltaf líka soldið spes að horfa á íslenskar myndir,, svona aðeins einsog að lesa bækur á íslensku. Maður gerir þetta sjaldan en yfirleitt er það þess virði.

Heyrumst síðar börnin mín og ég og Eyfi kveðjum með þessum fallegu orðum;
Álfheiður Björk, ég elska þig.
D.

Mr.D 16:00


online